18. apríl 2024 á Grand Hótel Reykjavík

Öryggisráðstefna Syndis 2024

SKRÁÐU ÞIG

Botninum er náð, hefjum netöryggisferðalagið upp á við.

Vertu með okkur á þessum einstaka viðburði um netöryggismál þar sem við leiðum saman íslenska og sænska sérfræðikunnáttu. Við munum meðal annars kafa ofan í stöðuna á nýjustu aðferðum hakkara sem móta landslagið í vörnum og viðbragði fyrirtækja og stofnana. Við lofum frábærum fyrirlesurum og góðum umræðum á pallborði en þess á milli mun hinn eini sanni framtíðarspekúlant Bergur Ebbi Benediktsson stýra ráðstefnunni og halda uppi fjörinu.

Dagsetning: 18. apríl 2024

Tímasetning: 13:00-17:00

Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík - Sigtún 28, 105 RVK

Aðgangsverð:
Fyrir samningsbundna viðskiptavini Syndis - 24.900 kr. (án vsk.)
Fyrir aðra - 34.900 kr. (án vsk.)

Við hlökkum til að sjá þig.

Dagskrá

Ráðstefnan hefst eftir hádegi með fyrirlestrum.

Að loknum erindum hefjast pallborðsumræður.

Léttar veitingar í hléi og í lok ráðstefnu.

13:00

Fundarstjóri framtíðarinnar

Bergur Ebbi Benediktsson

Almenn fundarstjórn og framtíðarspekúlasjónir með áherslu á netöryggismál

13:10

Opnunarerindi öryggisráðstefnu Syndis 2024

Anton Már Egilsson - Forstjóri Syndis

Hvernig er staðan á Íslandi í netöryggi og hvert stefnum við í þessum mikilvæga málaflokki?

13:25

Human Behavior and Cybersecurity in the Digital Transformation

David Jacoby

Dive deep into the paradox of digital evolution where we'll peel back the layers of the digital transformation to reveal the vulnerabilities lurking beneath. Despite pouring tons of resources into security, why do our organizations remain alarmingly exposed? This cutting-edge presentation tackles the hard questions: Why does cybersecurity still feel like a luxury? How is our quest for digitalization paradoxically dialing up our risk factors? Get ready for a thought-provoking journey through the complexities of security in the digital age, where we challenge the status quo and redefine what it means to be secure.

14:00

Gagnagíslatökur - hvernig virka þær ?

Úlfar Andri Jónasson

Farið verður yfir hvernig árásaraðilar komast inn fyrir fyrstu varnir fyrirtækja, hvað gera þeir í framhaldi áður en gögnum er stolið og tölvukerfum læst. Einnig verður stiklað á stóru um hvað hægt sé að gera til að lágmarka líkurnar á að lenda í gagnagíslatöku.

14:30

Iceland's Web Tech Hunt

Alexandre Thiroux & Jóhann Þór Kristþórsson

Iceland’s Web Tech Hunt is aimed at exploring Iceland’s digital landscape, highlighting the technologies and threats within.

15:00

Kaffihlé

Léttar veitingar

15:30

Hvernig sefur þú á nóttunni?

Guðríður Steingrímsdóttir

Hversu mikilvægt er það að vera vel undirbúinn og hvaða ákvarðanir er hægt að taka áður en þú lendir í atviki? Með aukinni ábyrgð stjórnenda í upplýsingaöryggi með lagasetningum og reglugerðum skiptir máli að stjórnendur láti sig málin varða. Veist þú hvernig þessi mál standa hjá þínu fyrirtæki?

15:55

Tæknilegt öryggi á mannamáli

Stefanía Berndsen & Björn Orri

Björn og Stefanía munu fjalla um öryggisveikleika á einfaldan máta og fara yfir það hvernig fyrirtæki og stofnanir geta nálgast tæknilegt öryggi á sama hátt og þau nálgast önnur stefnumótandi verkefni.

16:20

Pallborðsumræður

Theódór Gíslason - Pallborðshakkari

Pallborð með fyrirlesurum, David, Úlfar, Alex, Jóhann, Guðríður, Stefanía og Björn.

Anton Egilsson

Forstjóri Syndis

Anton býr yfir rúmlega 20 ára reynslu í tæknigeiranum sem leiðtogi, ráðgjafi, frumkvöðull og lausnahönnuður. Síðasta áratug hefur hann bæði byggt upp og leitt teymi í hugbúnaðar- og vöruþróun. Áður en Anton hóf störf hjá Syndis tileinkaði hann tíma sínum og orku í að byggja upp örygglausnir Origo, en teymið sameinaðist Syndis árið 2021 og skilar í dag framúrskarandi þjónustu til krefjandi viðskiptavina í ýmsum geirum um allan heim.

David Jacoby

Hacker Sprinkler Security

David Jacoby is a prominent IT security expert and hacker in Sweden with 25 years of experience. Known for making the complex fields of IT security and hacking understandable to the public, his insights are widely featured in media globally. Jacoby has appeared on TV shows like "HACKAD_" demonstrating live hacks and served as a technical advisor for the Millennium trilogy, contributing to its depiction of hacking. He has also contributed to significant publications and received awards for his digital crime prevention efforts. Renowned for his engaging lectures, Jacoby combines psychology with technology to teach that IT security is a mindset, offering practical advice on enhancing online safety.

Úlfar Andri Jónasson

vCISO
Incident Manager

Úlfar hefur yfir 15 ára reynslu í rekstri og öryggismálum UT kerfa. Úlfar hefur sérhæft sig í tæknilegum öryggismálum allt frá öryggisúttektum á grunnkerfum tölvukerfa yfir í viðbragðsstjórnun við tölvuárásum og rannsóknum á þeim. Einnig hefur Úlfar tekið að sér hlutverk upplýsingaöryggisstjóra í útvistun fyrir ýmis stærri fyrirtæki landsins. Úlfar er með CISSP, CISA og CDPSE gráður í upplýsingaöryggi.

Guðríður Steingrímsdóttir

CISO / Security Management

Guðríður starfar sem öryggisstjóri Syndis og leiðir stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá fyrirtækinu. Hún hefur mikinn áhuga á ISO/IEC 27001 upplýsingaöryggisstaðlinum og starfar einnig sem öryggisstjóri til leigu fyrir hina ýmsu viðskiptavini Syndis.
Áður en Guðríður kom til Syndis starfaði hún sem gæða og öryggisstjóri hjá fyrirtæki í lyfjageiranum í rúmlega 5 ár. Hún er með ISO/IEC 27001 Lead Auditor gráðu frá BSI og D-vottun í verkefnastjórnun.

Alexandre Thiroux

Offensive Security Engineer

Jóhann Þór Kristþórsson

Offensive Security Engineer

Alexandre is a talented hacker that got exhausted by the heat of northern France in winter, and decided to move to Iceland and join Syndis in 2022. He has been passionate about cybersecurity since he was young, after he received a formal letter from the secondary school principal kindly asking him to stop tinkering with the school’s website. He graduated from ISEN with a degree in computer engineering and has been working in cybersecurity since 2017 in different roles, from cybersecurity researcher to incident response handler. He is also teaching offensive cybersecurity at university level and has been for a few years.

Jóhann is one of the most skilled hackers in Iceland and has a lot of experience from the IT industry. Jóhann joined Syndis in 2019 after a 5 year career in software development where he held positions as both a senior developer and an engineering lead and now he is leading the Offensive Security Team. He completed his BSc degree in Software Engineering from Reykavík University in 2012 and in 2016 he graduated with distinction from UCLs MSc program in Software Systems Engineering.

Stefanía Berndsen

CCO Aftra

Björn Orri Guðmundsson

CEO Aftra

Stefanía er sölu og markaðsstjóri Aftra og hefur starfað hjá Syndis síðan í ágúst 2023. Stefanía er með BSc gráðu í Business, Language and Culture frá Copenhagen Business School með áherslu á spænsku og MSc gráðu í Diversity and Change Management frá sama skóla. Hún starfaði áður við sölu hjá sprotafyrirtækinu Develop Diverse í Kaupmannahöfn þar sem hún aðstoðaði fyrirtæki á Norðurlöndunum að auka fjölbreytileika og bæta inngildingu (e. Diversity and inclusion). Stefanía hefur mikinn áhuga á alþjóðaviðskiptum og heilbrigðri vinnustaðamenningu.

Björn er framkvæmdastjóri Aftra og hefur leitt teymi hugbúnaðarþróunar hjá Syndis undanfarin ár. Áður en hann kom til Syndis var Björn í leiðtogahlutverkum hjá Tempo í hugbúnaðarþróun og fékk mikla reynslu í DevOps, bakenda, framenda en einnig að leiða teymi með áherslu á vöruþróun. Að finna hugbúnaðarveikleika er áhugamál Björns og nýtir hann hvern lausan tíma til þess að betrumbæta Aftra vöruna. Björn er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.

Theódór Gíslason

Meðstofnandi & CTO Syndis
Stofnandi Defend Iceland

Theódór er meðstofnandi og framkvæmdastjóri tækni og nýsköpunar hjá Syndis. Hann er einnig stofnandi Defend Iceland, fyrstu villiveiðigáttar Íslands. Hann er fremsti netöryggissérfræðingur landsins og býr yfir margra áratuga reynslu af störfum á sviði upplýsingaöryggis. Theódór hefur sinnt árásaprófunum og öryggisráðgjöf fyrir mörg alþjóðleg fyrirtæki, þar á meðal fjármálafyrirtæki, tæknifyrirtæki sem og stjórnvöld.

Hann er vinsæll leiðbeinandi og fyrirlesari á Íslandi, en hann hefur til dæmis kennt námskeið og áfanga um tölvuöryggi á háskólastigi bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.

Bergur Ebbi Benediktsson

Fundarstjóri framtíðarinnar

Bergur Ebbi er íslenskur listamaður með mikla reynslu sem uppistandari, leikari, fyrirlesari og rithöfundur. Meðal umfjöllunarefna í útgefnum verkum Bergs Ebba er tæknisaga og áhrif hennar á sjálfsmynd fólks, stjórnmál, valdajafnvægi, breytt heimsmynd, tíska og tíðarandi.  Bergur Ebbi er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með MDes gráðu í Strategic Foresight and Innovation frá OCAD Háskólanum í Toronto í Kanada auk þess að leggja stund á lögfræði og listasögu við Université de Cergy Pontoise í París. Meðal verka Bergs Ebba eru bækurnar Stofuhiti (2017) og Skjáskot (2019). Bergur Ebbi hefur fengist við gamanleik í sketsaþáttum  og einnig tekið að sér alvarlegri hlutverk, meðal annars í þáttunum Brot og kvikmyndinni Skjálfta.