Opnunarerindi öryggisráðstefnu Syndis 2023

Anton Egilsson
Forstjóri Syndis

Anton býr yfir rúmlega 20 ára reynslu í tæknigeiranum sem leiðtogi, ráðgjafi, frumkvöðull og lausnahönnuður. Síðasta áratug hefur hann bæði byggt upp og leitt teymi í hugbúnaðar- og vöruþróun. Áður en Anton hóf störf hjá Syndis tileinkaði hann tíma sínum og orku í að byggja upp örygglausnir Origo, en teymið sameinaðist Syndis árið 2021 og skilar í dag framúrskarandi þjónustu til krefjandi viðskiptavina í ýmsum geirum um allan heim.