Netöryggisstefna stjórnvalda og aðgerðaáætlun í netöryggi

Áslaug Arna, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mun almennt fjalla um netöryggisstefnu stjórnvalda og aðgerðaáætlun í netöryggi. Áslaug fjallar um mikilvægi stjórnvalda í þeim efnum, einstök verkefni og hvað sé á döfinni.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Áslaug Arna er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands. Hún er lögfræðingur að mennt og jafnframt fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, fyrrverandi dómsmálaráðherra og fyrrum ritari Sjálfstæðisflokksins.

Í starfi sínu sem ráðherra hefur Áslaug Arna meðal annars lagt til að háskólar á Íslandi fái aukin framlög til að koma á legg tveggja ára meistaranámi og rannsóknarsetri í netöryggi. Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa nú þegar hlotið 90 milljóna styrk frá ráðuneytinu til þess að hefja það starf.

Áherslur ráðuneytisins hafa falið í sér talsverðar umbætur og aukin umsvif í tengslum við netöryggi. Á ráðstefnunni fer ráðherra yfir hvaða verkefni hafa verið sett á laggirnar og hvað sé í vændum hjá ríkisstjórninni í þeim efnum.