Eruð þið tilbúin? - Ný hugmyndafræði við gerð rekstrarsamfelluáætlana

Reynsla Syndis hefur sýnt að sú hugmyndafræði sem flestar rekstrarsamfelluáætlanir byggja á standast ekki væntingar í krísu. Til að bregðast við þessu réðst Syndis í nýsköpun með það að markmiði að bæta þessa hugmyndafræði til að áætlanir gagnist þegar á reynir. Í þessum fyrirlestri mun Guðrún Valdís fara yfir atriði og gefa hagnýt ráð sem geta bætt rekstrarsamfelluáætlanir fyrirtækja.

Guðrún Valdís Jónsdóttir
Öryggisstjóri Syndis

Guðrún Valdís er öryggisstjóri Syndis og starfar einnig við stjórnunarlega öryggisráðgjöf. Hún er tölvunarfræðingur frá Princeton háskóla í Bandaríkjunum og starfaði áður við öryggisprófanir hjá netöryggisdeild Aon á Manhattan, New York. Hjá Syndis vann Guðrún einnig við öryggisprófanir áður en hún fór yfir í stjórnunarlega ráðgjöf þar sem hún starfar sem “öryggisstjóri til leigu” og almennur ráðgjafi á sviði upplýsingaöryggis.