Eru tækin þín að baktala þig

Innbrotsprófarar Syndis fara með ykkur í ferðalag um þau gögn sem tækin okkar leka út í loftið eftir hinum ýmsu þráðlausu leiðum.

Jóhann Þór Kristþórsson og Jakob Antonsson
Öryggissérfræðingar hjá Syndis

Jóhann og Jakob eru einir færustu hakkarar landsins og búa yfir margra ára reynslu innan tæknigeirans. Jóhann hóf störf hjá Syndis árið 2019 og hefur síðasta árið leitt teymið sem sér um árásamiðaðar prófanir. Fyrir þann tíma starfaði hann í fimm ár við hugbúnaðarþróun sem tæknilegur leiðtogi.

Áður en Jakob hóf feril sem hakkari hjá Syndis starfaði hann í heimi upplýsingaöryggis og hefur áratuga reynslu í því.