Pallborðsumræður

Að loknum fyrirlestrum mun Theódór Ragnar Gíslason stýra pallborðsumræðum ásamt því að taka við spurningum úr sal. Með honum verða fyrirlesararnir Anton Egilsson, Ýmir Vigfússon, Guðrún Valdís Jónsdóttir, Jan Kaastrup og Rachel Tobac.

Theódór Ragnar Gíslason
Framkvæmdarstjóri nýsköpunar Syndis

Theódór er meðstofnandi og framkvæmdastjóri nýsköpunar hjá Syndis. Hann er fremsti netöryggissérfræðingur landsins og býr yfir margra áratuga reynslu af störfum á sviði upplýsingaöryggis. Theódór hefur sinnt árásaprófunum og öryggisráðgjöf fyrir mörg alþjóðleg fyrirtæki, þar á meðal fjármálafyrirtæki, tæknifyrirtæki sem og stjórnvöld.

Hann er vinsæll leiðbeinandi og fyrirlesari á Íslandi, en hann hefur til dæmis kennt námskeið og áfanga um tölvuöryggi á háskólastigi bæði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.