Social Engineering Stories
In her keynote, Rachel will touch on various aspects of social engineering, including stories about current events that utilize hacking through social engineering and how to catch social engineering cyber criminals in the act. She will also discuss how attackers are building phishing translation efforts in their hacking to target Icelandic companies and beyond, and the social media posts that can increase human hacking risk and actionable steps to mitigate that risk. Additionally, Rachel will speak about women pioneers in cybersecurity, as well as the role of diversity in hacking and cybersecurity.

Rachel hefur starfað sem hakkari um árabil og er forstjóri fyrirtækisins SocialProof Security. Markmið SocialProof Security er að hjálpa fólki og fyrirtækjum að halda gögnum sínum öruggum með því að þjálfa og vekja athygli á veikleikum í mannlegri hegðun (e. social engineering). Rachel hafnaði í 2. sæti í DEF CON, “Social Engineering Capture the Flag” keppninni, 3 ár í röð. Rachel hefur verið áberandi í allskyns miðlum þar sem hún hefur deilt sögum úr starfi sínu og vakið athygli á hættunni sem er til staðar vegna mannlega þáttarins þegar kemur a tölvuinnbrotum. Sem dæmi má nefna hefur hún birt sögur hjá NPR, Last Week Tonight með John Oliver, The New York Times, CNN, NBC Nightly News með Lester Holt og mörgum fleiri.
Rachel eyðir frítíma sínum sem stjórnarformaður félagasamtakanna Women in Security and Privacy (WISP) þar sem hún stuðlar að því að konur verði leiðandi á sviðinu.